Hvítadrekinn
Karin S. Heigl
Versions: English, German, Icelandic and the Author’s notes |
Þegar ísinn og eldurinn mættust varð til dreki. Var hún mikil og mættug, með augu eins og eldur og hvít sem jökull. Var hún hin valdamesta og fegursta vera á jörðinni. Hún lifði í jöklunum fyrir allar aldir og át ís, stein og eld. Einu sinni, þegar maðurinn varð til, sá hún menn tala og hlæja saman og varðhenni mjög þungt fyrir hjartað. Hafði hún verið ein öldum saman og ekki talað við neinn. Dag einn horfði hún á þorpið við sjóinn og sá mann einn, hávaxinn og söng hann með sætri röddu á meðan hann vann. Um nóttina, þegar hann smalaði fé, fer hún niður og talar við hann. Heyrir maðurinn rödd sem bæði var máttug og sæt og snéri sér við, en sér engan mann. Fór hann heim, en gat ekki gleymt röddinni sem svo falleg hafði verið. Nótt ein kom hún aftur og þau töluðu og sungu saman oft síðar. Manninum þótti mjög vænt um hana, en eigi vildi hún segja hver hún væri. Þá kom maðurinn einu sinni með ljós og þegar hann kemur auga á drekann dettur hann niður dauður af ótta.
Drekinn flaug grátandi í burtu og þegar hún flaug yfir sjó og fjall datt hún niður af harmi og hefur aldrei vaknað síðan. En þegar hún andar frá sér kemur þoka. þannig varðtil Snæfellsjökull, hvítur og ljós sem vængir drekans, og sumt fólk segir enn í dag að eitthvað sér að jöklinum.
© 2017 by Richard Ong
Copyright © 2016 by Karin S. Heigl